Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

GÖNGUKLÚBBUR, LAUFABRAUÐ OG MORGUNSÖNGUR

Gönguklúbbur Sjálandsskóla.

Foreldrafélagið hefur ákveðið að standa fyrir stofnun gönguklúbbs Sjálandsskóla. Markmiðið er að börn og foreldrar geri eitthvað saman, hitti skólasystkini og aðra foreldra. Þetta gefur börnum úr mismunandi bekkjardeildum færi á að kynnast og ekki síður er þetta kjörið tækifæri til að kynnast öðrum foreldrum um leið og stuðlað er að heilbrigðum lífstíl og meiri útiveru.

Gengið verður annan sunnudag í mánuði - mæting kl. 12:00. Staður auglýstur fyrir hverja gönguferð.

Fyrsta gönguferð vetrarins verður farin sunnudaginn 14. nóvember kl. 12:00. Gengið verður kringum Hvaleyrarvatn (komið saman við enda vatnsins þar eru næg bílastæði). Göngugarpar hafa með sér nesti sem snætt verður annað hvort á miðri leið eða í lok göngu.

Laufabrauð

Árlegur laufabrauðsdagur verður haldinn laugardaginn 27. nóvember kl. 11:00 - 14:00. Hver fjölskylda kemur með laufabrauð, hníf og skurðarbretti. Stórfjölskyldan er velkomin.

Athugið að ekki verða seldar kökur á staðnum eins og var í fyrra.

Í boði verður kaffi, djús og kakó (swiss miss) en foreldrar eru beðnir um að koma með veitingar til að setja á sameiginlegt hlaðborð.

Morgunsöngur á aðventunni.

Foreldrafélagið hvetur foreldra til að koma og hlusta á morgunsöng nemenda föstudagana 26. nóv., 3. og 10. des. Við munum koma upp "kaffihúsastemmingu". Foreldrar eru hvattir til að koma og eiga notalega morgunstund áður en haldið er til vinnu, hlusta á nemendur syngja, spjalla við aðra foreldra og jafnvel kíkja í blöðin.

Gerum góðan skóla enn betri með virkri þátttöku í félagsstarfi.

Stjórn foreldrafélagsins

English
Hafðu samband