Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tómstundarheimilið Sælukot er opið öllum nemendum í 1.– 4. bekk Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans.

Opnunartími: Kl. 13:30-17:00 alla virka daga

Sælukot er staðsett á 2. hæð í íþróttaáfanga Sjálandsskóla. Einnig nýtum við okkur fleiri staði innan skólans s.s. tónmenntastofu, myndmenntastofu, íþróttahús og danssal. Börnin ganga í gegnum skólann þegar þau koma í Sælukot að loknum skóladegi en þegar þau fara heim eða eru sótt eiga þau að nota inngang/útgang íþróttahússins þar sem að inngangar í aðalbyggingu skólans loka klukkan 17:00 á daginn.

Starfsemi tómstundaheimilisins miðast við skólaárið eins og það er hverju sinni og kemur fram á skóladagatali. Í jóla-, páska- og vetrarleyfi er Sælukot opið frá kl. 8:30-17:00 nema á aðfangadag og gamlársdag.

Á starfsdögum skólans og þá daga sem kennsla fellur niður vegna nemenda– og foreldraviðtala er tómstundaheimilið opið allan daginn (nema föstudaginn 11.sept.) Sækja þarf um vistun sérstaklega fyrir þessa daga.

Forstöðumaður tómstundaheimilis er Unnur Edda Davíðsdóttir, sími 590-3100 eða  617-1508, netfang: saelukot (hjá) sjalandsskoli.is 

Hér má sjá kynningarit Sælukots 

 

English
Hafðu samband