Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

03.06.2011

Vorferð 8. og 9. bekkjar

Vorferð 8. og 9. bekkjar
Nemendur í 8. og 9. bekk fóru í vorferð í Hvalfjörð að þessu sinni. Það voru hressir krakkar sem lögðu af stað með viðkomu í Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Gist var í félagsheimilinu Dreng í Kjós og gekk ferðin í alla staði vel. Farið var í fjöruferð og...
Nánar
03.06.2011

Íþróttadagur

Íþróttadagur
Í dag var íþróttadagur í Sjálandsskóla þar sem allir nemendur skólans tóku þátt. Nemendum var skipt í þrjá hópa, einn hópur var í íþróttahúsi, annar á skólalóð og þriðji á ylströndinni. Á hverju svæði voru alls konar leikir og íþróttir í boði...
Nánar
01.06.2011

Starfsdagur og skólaslit í næstu viku

Starfsdagur og skólaslit í næstu viku
Þriðjudaginn 7. júní er starfsdagur í Sjálandsskóla, en Sælukot er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð. Miðvikudaginn 8.júní eru skólaslit hjá 1.-4.bekk kl.9-10 og hjá 5.-9.bekk kl.10-11. Skólaslit hjá 10.bekk eru þriðjudaginn 7.júní...
Nánar
01.06.2011

Fjallganga og innilega

Fjallganga og innilega
Núna er líf og fjör í Sjálandsskóla þar sem nemendur í 1.-7.bekk gista í skólanum. Í gær fóru allir í fjallgöngu þar sem hægt var að velja um þrjár miserfiðar leiðir. Krakkarnir voru ótrúlega dugleg í gönguferðunum þrátt fyrir vind og dálítinn kulda...
Nánar
30.05.2011

Hljóðfærakynning

Hljóðfærakynning
Í morgun var Tónlistarskóli Garðabæjar með hljóðfærakynningu í morgunsöng. Þar voru kynnt nokkur blásturshljóðfæri, s.s. túba, trompet, básúna og horn. Nánari upplýsingar um starf tónlistarskólans má finna á heimsíðu skólans
Nánar
30.05.2011

Kórinn með tónleika í dag kl.17

Kórinn með tónleika í dag kl.17
Í dag, mánudag 30.maí kl.17 er kór Sjálandsskóla með tónleika í sal skólans. Miðaverð er aðeins kr.300 og eru allir foreldrar, afar og ömmur, frænkur og frændur, hvattir til að koma og hlusta á þennan frábæra kór sem hefur verið að æfa í allan vetur...
Nánar
27.05.2011

7. bekkur á kajak

7. bekkur á kajak
Í dag og í gær hefur 7.bekkur verið að æfa sig á kajak. Fyrst voru gerðar nokkrar æfingar í sundlauginni þar sem Helgi skólastjóri kenndi þeim réttu tökin, meðal annars að velta bátunum. Síðan fóru krakkarnir á kajökum út á sjó þar sem siglt var frá...
Nánar
27.05.2011

Fjör í morgunsöng

Fjör í morgunsöng
Í gær var mikið fjör í morgunsöng sem hófst með skemmtilegu leikriti sem leiklistarval 5.-6. bekkjar sýndi um samskipta stráka og stelpna í skólanum. Eftir leikritið kom bandarískur tónlistarmaður, Andy Mason, og skemmti nemendum í 1.-4. bekk með...
Nánar
26.05.2011

Spilakvöld hjá 1.-2.bekk

Spilakvöld hjá 1.-2.bekk
Miðvikudaginn 25.maí var spilakvöld hjá 1.og 2. bekk. Bekkjarfulltrúar skipulögðu kvöldið og komu foreldrar með eitthvað matarkyns sem sett var á sameiginlegt borð. Þegar allir höfðu fengið næringu kom starfsfólk frá fyrirtækinu Spilavinir með fullt...
Nánar
26.05.2011

Gestir frá Evrópu

Gestir frá Evrópu
Dagana 18.-24. maí komu 15 kennarar frá fimm löndum í Evrópu í heimsókn í Sjálandsskóla. Ástæða heimsóknarinnar var Comenius verkefni sem Sjálandsskóli tekur þátt í. Gestirnir tóku þátt í kennslunni með því að elda mat frá þeirra heimalandi og kenna...
Nánar
25.05.2011

Grímsvötn- tónverk frá 8.bekk

Grímsvötn- tónverk frá 8.bekk
Krakkarnir í 8. bekk voru að ljúka við tónverkið Grímsvötn sem túlkar eldgosið í tónum. Verkið er samið í anda Jóns Leifs þar sem fyrirbæri úr íslenskri náttúru er túlkað í tónlist. Verkið er í rondo formi þ.e. A-B-A-C-A. Það hefst á kyrrð jökulsins...
Nánar
18.05.2011

Lög frá 5.-6. bekk

Lög frá 5.-6. bekk
Fyrir stuttu voru krakkarnir í 5. og 6. bekk í kristinfræði þema. Um svipað leiti höfðu þau verið að læra um reggae tónlist í tónmennt. Það lá því beinast við að sameina þetta tvennt og úr urðu þrjár reggae útgáfur af gömlum sálmum. Lögin má finna...
Nánar
English
Hafðu samband