Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umhverfisdagurinn

25.04.2008
Umhverfisdagurinn Í dag er umhverfisdagurinn. Að því tilefni fóru allir nemendur út og hreinsuðu til í nágrenni skólans. Yngstu börnin voru á skólalóðinni, ásamt því að baka brauð og kanna smádýr. 3.-4. bekkur fór út með fjörunni og göngustígana. 5.-6. bekkur fór í kringum lækinn og út með uppfyllingunni útað smábátahöfn. 7. bekkur fór út í Gálgahraun og þar var gríðarlega mikið drasl en þar voru í kringum 50 svartir plastpokar. Það voru duglegir og vinnusamir krakkar sem unnu við að fegra umhverfi skólans og næsta nágrenni í dag.
Til baka
English
Hafðu samband