Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7. bekkur á sólarströnd

22.05.2008
7. bekkur á sólarströnd7. bekkur naut veðurblíðunnar um daginn á ilströndinni hér í nágrenninu.  Þó þau hafi ekki synt í sjónum voru sundfötin tekin fram og farið í ýmsa strandleiki.  En þau skelltu sér í blautbúninga næsta dag og sigldu á kajak á sjónum og brugðu sér svo í bæjarferð til Reykjavíkur þar sem farið var í ratleik um merka staði í miðborginni.  Sú ferð endaði í ísbúð.  Nú eru 7. bekkingar á fullu í Evrópuþema og margt spennandi í gangi.  Svo eru þau að skipuleggja árshátíð í næstu viku þannig að það eru spennandi dagar í skólanum. Nýjar myndir á myndasíðunni.
Til baka
English
Hafðu samband