Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðidagar í 8. bekk

29.10.2008
Gleðidagar í 8. bekk

Nemendur í 8.bekk voru með "Gleði daga" á þriðjudag og miðvikudag.Tilgangurinn var að brjóta aðeins upp skólastarfið og verðlauna krakkana fyrir mikinn dugnað og góðan árangur í skólanum.

Nemendur tóku þátt í billjardmóti/borðtennismóti og fóru út á kajak.
Einnig var kökukeppni sem heppnaðist vel og voru nemendur mjög einbeittir og skipulagðir við kökugerð. Ýmsar þrautir voru lagðar fyrir nemendur í hópum og má þar nefna: limbó,sjómaður, kappát,ýmsir leikir og aflraunskeppnir. Um kvöldið bökuðu nemendur pizzu og nutu þess að vera saman. Nemendur gistu í skólanum og komu foreldrar að því. Í dag var siðan farið í Kópavogssundlaugina. Vel heppnað í alla staði með frábærum krökkum.  Skoðið myndirnar í myndasafni 8. bekkjar.

Til baka
English
Hafðu samband