Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Netnotkun barna

06.11.2008
Netnotkun barna

Stefnumót foreldra og barna um hvað ber að varast við notkun nets.

SAFT og Síminn munu standa fyrir ráðstefnu um netnotkun barna og unglinga og ábyrgð foreldra, laugardaginn 8. nóvember frá kl. 10.30-14.00 á Háskólatorgi,  . Þar munum við taka á þessum málum á skemmtilegan og fræðandi hátt.

Á stefnumótinu munu sérfróðir aðilar fara yfir ólíkar hliðar á því hlutverki sem netið gegnir í lífi barna og unglinga og hlutverk foreldra í að tryggja netöryggi barna sinna. Fulltrúar lögreglu mun ræða um birtingarmyndir eineltis á netinu og hvaða hlutverki lögreglan gegnir. Sömuleiðis skoðum við félagsleg tengslanet, félagsnetsíður og samskipti í gegnum netið og fræðumst með CCP um netleiki nútímans. Gunnar Helgason leikari mun stjórna stefnumótinu og umræðum en samgönguráðherra Kristján L. Möller mun setja dagskrána.

Á sama tíma munu eTwinning, Mentor, Námsgagnastofnun, Skólavefurinn, Microsoft Íslandi, Leikjavefurinn, Leikjaland og Leikjanet kynna nýjungar. CCP og Game Tíví munu kynna áhugasömum hvað er að gerast í heimi netleikja.

Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu SAFT (www.saft.is) og heimsíðu Símans (www.siminn.is). Í viðhengi má sömuleiðis finna dagskrá.

Til baka
English
Hafðu samband