Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur íslenskrar tungu

17.11.2008
Dagur íslenskrar tunguÍ tilefni af degi íslenskrar tungu fóru nemendur í 8.bekk í miðbæ Reykjavíkur. Tilgangur ferðarinnar var að lesa ljóð fyrir gangandi vegfarendur. Nemendur unnu saman 2-3 í hóp og tengdum við daginn jafnframt við þemað okkar "1918" því nemendur staðsettu sig við þekktar byggingar sem voru til á þessum tíma t.d. Stjórnarráðið, Alþingishúsið og Menntaskólann í Reykjavík. Nemendur fluttu ljóð m.a. fyrir Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra, Sturla Böðvarsson alþingismann og forseta Alþingis og Jón Ársæl sjónvarpsmann sem var að undirbúa þáttinn sinn "Sjálfstætt fólk". Geir Haarde forsætisráðherra vinkaði þeim út um gluggann. Skemmtilegur dagur og vel tekið á móti okkur í miðbæ Reykjavíkur :-) Myndir á myndasíðu 8. bekkjar.

Til baka
English
Hafðu samband