Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skráning í kórinn

13.01.2009
Skráning í kórinnSkráning er nú hafin í skólakór skólans fyrir vorönn. Kórinn er fyrir nemendur í 5. – 8. bekk og verða æfingar áfram á fimmtudögum frá 14:15 til 15:00 og verður fyrsta æfing fimmtudaginn 15. janúar. Á vorönn er stefnt að því að kórinn fari út úr bænum yfir nótt í æfingarbúðir þar sem verður æft fyrir vortónleika kórsins. Einnig stendur til að taka upp valin lög og setja á geisladisk í lok annar. Kórgjald fyrir önnina er það sama og á haustönn eða 2500 krónur og greiðist það á fyrstu æfingunni. Skráning fer fram hjá Soffíu ritara í síma 590 3110 og Ólafi í síma 699 6444.
Til baka
English
Hafðu samband