Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mismunandi námsstílar

03.03.2009
Mismunandi námsstílar

Í Sjálandsskóla leggjum við áherslu á að nemendur fái tækifæri til að læra eins og þeim finnst best.  Það er nefnilega mjög mismunandi hvað hentar hverjum og einum.  Sumum finnst best að læra við skrifborð meðan öðrum finnst best að liggja á gólfinu.  Sumir vilja hlusta á tónlist meðan aðrir vilja hafa alveg hljóð. Það eru margir þættir sem huga þarf að og þess vegna er svo mikilvægt að hafa fjölbreytni í fyrirrúmi.  Þá er líklegra að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Þetta er byggt á hugmyndafræði Dunn og Dunn sjá þessa mynd

Heimasíða Helle Fisker

Til baka
English
Hafðu samband