Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Glíma hjá 4. bekk

06.03.2009
Glíma hjá 4. bekkÍ dag vorum við svo heppin að fá hann Ólaf frá Glímusambandinu til að kynna glímu fyrir 4. bekk.

Í fyrstu voru nemendur svolítið feimnir og fannst glíma frekar furðulegt og fyndið fyrirbæri. En þegar þau voru búin að setja glímubeltin á sig og byrjuðu að glíma hvert við annað var annað uppi á teningnu. Þegar Ólafur var farinn með glímubeltin þá héldu nemendur glímunni áfram.  Frábær tími með frábærum krökkum og þökkum við Ólafi kærlega fyrir komuna.

Til baka
English
Hafðu samband