Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Verðlaun frá Ikea

14.05.2009
Verðlaun frá IkeaNemendur í 8.bekk hafa verið að vinna í hönnunarverkefni í samstarfi við Ikea í vetur. Tilgangur verkefnisins var að hanna unglingarýmið í Sjálandsskóla eftir þeirra höfði. Nemendur unnu í 4 hópum. Stuðs var við Sims Ikea til að byrja með en þegar á leið þá unnu nemendur nokkuð sjálfstætt og leyfðu sínum hugmyndum að njóta sín. Frábærar og flottar hugmyndir urðu til og útkoman var skemmtilega útfærð hjá hópunum.

Í dag fengum við í heimsókn útstillingahönnuð frá Ikea og markaðsstjóra Ikea til þess að dæma flottustu hönnunina. Allir hóparnir kynntu verkefnið sitt og áttu dómarar í mestu erfiðleikum með að velja. Einn hópur var þó valinn sem sigurvegari og mun IKEA styrkja okkur með húsgögnum í unglingarýmið. Nemendur munu svo sjá um að setja húsgögnin saman. Skemmtileg og krefjandi verkefni sem nemendur hafa lært heilmikið af og sendum við bestu þakkir til Ikea fyrir rausnarlegt framtak. Myndir á myndasíðu 8. bekkjar.

Til baka
English
Hafðu samband