Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Haustferð 9. bekkjar

05.11.2009
Haustferð 9. bekkjarNemendur í 9. bekk fóru í ferðalag á Úlfljótsvatn dagana 28. – 29. október. Fyrri daginn fór hópurinn í 3 klst. göngu um svæðið. Eftir gönguna var sigturninn prófaður undir tryggri leiðsögn Helga skólastjóra. Seinni partinn var farið í ýmsa skemmtilega hópeflisleiki. Kvöldmatinn undirbjuggu nemendur sjálfir og voru grillaðir gómsætir hamborgarar. Nemendur sáu einnig um fráganginn og stóðu sig vel. Um kvöldið voru grillaðir sykurpúðar við lítinn varðeld og sagðar voru draugasögur úti í myrkrinu. Kvöldvöku var stjórnað af nemendum sem heppnaðist einstaklega vel, farið var í leiki og gerðar ýmsar þrautir. Kvöldinu lauk síðan með diskóteki. Daginn eftir var tiltekt og gengið frá skálanum. Á heimleið var farið í sund á Selfossi. Ferðin heppnaðist einstaklega vel og skemmtu nemendur og kennarar sér afskaplega vel eins og myndirnar sýna svo vel.
Til baka
English
Hafðu samband