Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leikfangagerð

05.11.2009
LeikfangagerðÍ dag fóru nemendur 5. og 6. bekkjar í leikfangagerð á Garðatorgi á vegum Hönnunarsafnsins, Ikea og Sorpu. Leikföngin eða hlutirnir sem þeir bjuggu til voru búnir til úr efni sem við yfirleitt lítum á sem rusl. Nemendur voru ekki í neinum vandræðum með að skapa fjölbreytilega hluti, allt frá drykkjarmálum sem hægt var að drekka úr án þess að nota hendur, hristur, brúður og ýmsar kertaskreytingar ásamt óróa og skúlptúr svo fátt eitt sé nefnt. Skemmtilegur dagur þar sem sköpunarþörfin fékk lausan tauminn.  Skoðið nokkur sýnishorn af verkum nemenda.
Til baka
English
Hafðu samband