Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lífshlaupið hafið

03.02.2010
Lífshlaupið hafiðDaníel Breki Johnsen nemandi í 4. bekk bauð gesti velkomna en Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Margrét Björnsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar settu Lífshlaupið í morgun hér í Sjálandsskóla. Allir nemendur fylgdust með og hópur nemenda keppti síðan í skólahreysti ásamt gestunum. Nemendur og starfsfólk Sjálandsskóla hafa tekið þátt í Lífshlaupinu frá upphafi og staðið sig mjög vel og markið er sett hátt í þetta sinn. Nemendur fengu síðan að spreyta sig á þrautabrautinni eins og myndirnar sýna.

Til baka
English
Hafðu samband