Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listsýning á foreldradaginn

05.02.2010
Listsýning á foreldradaginnÁ foreldradaginn á mánudaginn bjóða listgreinakennarar foreldrum að líta á listsýningu fyrir framan lisgreinastofurnar. Þar gefur að líta ýmsar afurðir frá nemendum úr textíl, myndmennt og smíði.  Þar eru þæfðar myndir, þrívíddarmyndir úr tré, bangsar og bangsarúm, munir úr plexígleri, skórinn minn til að æfa að reima og ýmis myndverk.  Listgreinakennarar verða á staðnum og hægt er að skoða verk nemenda sem eru enn í vinnslu.
Til baka
English
Hafðu samband