Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7. bekkur og Haití

24.02.2010
7. bekkur og Haití7.bekkur hefur undanfarnar vikur heilmikið verið að ræða atburði og aðstæður á Haiti. Bekkurinn hugsaði sig því ekki tvisvar um þegar þeim bauðst að taka þátt í hjálpastarfi sem fólst í því að aðstoða fólk á Haiti. Í dag fór bekkurinn og hjálpaði til við að flokka og pakka vörum sem á að senda út. Bekkurinn stóð sig rosalega vel. Þau pökkuðu teppum, tjöldum, svefnpokum og dýnum. Einnig fóru þau í gegnum föt og skó og flokkuðu og gengu frá. Þau enduðu svo daginn á því að raða vörunum í gám sem verður sendur út fljótlega. En það er hægt að lesa meira um þetta frábæra verkefni hérna.  Og svo eru  myndir af krökkunum hérna.
Til baka
English
Hafðu samband