Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ljóðalestur í fjörunni

30.04.2010
Ljóðalestur í fjörunniNemendur í 3.-4. bekk fluttu frumsamin ljóð um Ísland í fjörunni við Sjálandsskóla á miðvikudaginn.  Ljóðalesturinn var í tilefni af listadögum og þemanu sem nemendur eru í um Ísland.  Ljóðin voru samin útí hrauni á góðum degi, myndskreytt heima í skóla og hengd upp.  Flutningurinn tókst mjög vel og kunnu áhorfendur vel að meta að hlusta á ljóðalestur við sjávarniðinn. Myndir hér.  Hér er eitt ljóð eftir Baldur Fróða Briem:

 Ísland er hernaðarlaust land.
Sjórinn umkringir landið eins og sæng.
Landið er fagurt eins og sjálfur Guð.
Andinn fylgir landinu alla tíð.
Náttúran færir hamingju.
Dagurinn styttist og lengist eftir árstíðum.

Baldur Fróði flytur ljóð sitt í fjörunni

Til baka
English
Hafðu samband