Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kórinn

24.08.2010
KórinnKæru foreldrar

Kór Sjálandsskóla er nú að hefja þriðja starfsár sitt. Kórinn er fyrir stráka og stelpur í 5. - 8. bekk. Í kórnum syngjum við fjölbreytt og skemmtileg lög og komum fram við ýmis tækifæri. Fastir liðir eru vor og jólatónleikar okkar en að auki stefnir kórinn á kóramót íslenskra barnakóra í vor. Vídeókvöld eru haldin reglulega þar sem við þjöppum hópnum saman, horfum á tónlistarkvikmynd og borðum nammi.

Skráning í kórinn er hafin og fer hún fram hjá mér og Soffíu ritara. Kórgjald fyrir veturinn er það sama og undanfarin ár eða 5.000 kr. fyrir báðar annirnar og fá foreldrar upplýsingar um greiðslufyrirkomulag eftir skráningu. Áhugasamir en óákveðnir nemendur eru velkomnir á eina æfingu til að kynna sér kórinn áður en ákvörðun um skráningu er tekin.

Æfingar verða á fimmtudögum frá kl. 14:15 - 15:05 og verður sú fyrsta fimmtudaginn 2. september.

Með kveðju,
Ólafur Schram
Tónmenntakennari

Til baka
English
Hafðu samband