Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lög frá 7.bekk

27.10.2010
Lög frá 7.bekk

7.bekkur er nýbúinn að taka upp tvö lög í tónmennt. Þau hafa verið að læra um jazz og sérstaklega um swing taktinn. Þau æfðu og tóku upp tvö lög þar sem swing takturinn er alls ráðandi. Annars vegar er það prúðuleikara lagið Mana mana og hinsvegar So What eftir Miles Davis. Í báðum lögunum er spuni þar sem nemendur búa til laglínu á staðnum og spila með undirspili hljómsveitarinnar. Í Mana mana spinna þær Júlía og Sara á hljómborð en í So what spinnur Emil Snær á trompet. Hér má heyra lögin.

Til baka
English
Hafðu samband