Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Myndband frá Reykjum -7.bekkur

28.01.2011
Myndband frá Reykjum -7.bekkur

Í dag koma 7. bekkingar heim frá vikudvöl á Reykjum. Þau leggja af stað um hádegi og eru væntanleg í Sjálandsskóla um kl.14:30.

Í gær fengum við eftirfarandi bréf frá kennurunum:

Nú höfum við dvalið í skólabúðunum í fjóra daga. Það er samdóma álit allra að hér er gott að vera. Krakkarnir hafa nóg fyrir stafni í íþróttum, sundi, stöðvaleik, kennslu á byggðasafninu og náttúrufræði. Í gær sá Sjálandsskóli um kvöldvökuna og voru nemendur okkar rosalega duglegir að skipuleggja atriði og leiki. Maturinn á Reykjum er „legendary“ skv. nemendum. Feður og mæður takið upp matreiðslubækurnar því það verður erfitt að standast samanburðinn.

Nemendur í Sjálandsskóla og Grundaskóla hafa nýtt vikuna til að kynnast hverjum öðrum. Þessa viku er stærsti hópur vetrarins í skólabúðunum en dagskráin gengur öll eins og í sögu. Stjórnendur skólabúðanna eru afar ánægðir með þessa flottu krakka sem hér dvelja.

Meðfylgjandi myndband sýnir brot af því sem krakkarnir eru að fást við þessa dagana.

Myndbandið má sjá hér

Til baka
English
Hafðu samband