Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Líf og fjör á öskudag

09.03.2011
Líf og fjör á öskudagSkólasamfélagið var afar fjölskrúðugt í dag.  Ofurhetjur og prinsessur, kúrekar og indjánar, draugar og forynjur, kisulórur og kraftakallar ... og tveir björgunarsveitarmenn, svo fátt eitt sé talið.  Unglingar jafnt sem yngri skemmtu sér konunglega, sungu, dönsuðu og glímdu við ýmsar þrautir.  

Sérstakt hrós fá unglingarnir okkar fyrir frábæra þátttöku og fyrirmyndar framkomu - þau mættu nánast undantekningarlaust í búningum og allir lögðu hönd á plóg til þess að gera þennan dag ógleymanlegan fyrir alla.  Við hefðum ekki getað gert þetta án þeirra aðstoðar!

Myndir eru komnar á myndasíðuna

Til baka
English
Hafðu samband