Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Alheimsráðstefna himingeimsins í 5.-6.bekk

25.03.2011
Alheimsráðstefna himingeimsins í 5.-6.bekk

Nemendur í 5.-6. bekk sýndu leikritið Alheimsráðstefna himingeimsins í gær við góðar undirtektir.  Leikritið var lokauppgjör þema um himingeiminn sem krakkarnir hafa verið að vinna í síðustu vikurnar. Í því var fjallað um sólkerfið okkar og einnig áttu þeir að velta fyrir sér lífi á öðrum hnöttum og hvernig því væri þá háttað. Nemendur stóðu sig vel í leikritinu en þar voru þeir í ýmsum hlutverkum. Þeir léku, hönnuðu búninga og leikmynd, fundu tónlist, sömdu dansa, bjuggu til sýningarskrá og sungu. Þetta voru áhugasamir og hressir nemendur sem enduðu þemað á skemmtilegan hátt.

Myndir má finna á myndasíðunni

Til baka
English
Hafðu samband