Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjallganga og innilega

01.06.2011
Fjallganga og innilega

Núna er líf og fjör í Sjálandsskóla þar sem nemendur í 1.-7.bekk gista í skólanum. Í gær fóru allir í fjallgöngu þar sem hægt var að velja um þrjár miserfiðar leiðir. Krakkarnir voru ótrúlega dugleg í gönguferðunum þrátt fyrir vind og dálítinn kulda. Farið var með rútu í Kaldársel og gengið í Helgafell eða Valaból. Þeir allra duglegustu gengu frá Heiðmörk í Búrfellsgjá, Húsafell og þaðan í Kaldársel.

Eftir gönguferðina var innilega þar sem nemendur gistu í skólanum. Farið var í ýmsa leiki, horft á bíómynd, kvöldvaka og fleira skemmtilegt. Í morgun fengu svo allir morgunmat sem foreldrafélagið sá um. Eftir það fóru nemendur á vit ævintýra með umsjónarkennara sínum fram til hádegis en þá lýkur skóladeginum.

Á myndasíðunni má sjá myndir frá fjallgöngunni og innilegunni

 

Til baka
English
Hafðu samband