Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólabyrjun

08.08.2011
Skólabyrjun

Undirbúningur skólastarfsins er nú hafinn af fullum krafti.  Skrifstofa skólans er opin frá kl. 08:30 – 16:00 fram að skólasetningu. Foreldraviðtöl með nemendum verða 22. ágúst. Umsjónarkennarar munu hafa samband við heimilin í vikunni 15.-19. ágúst n.k. varðandi tímasetningar á þeim. Innkaupalistar fyrir nemendur í 1. – 10. bekk eru nú komnir á heimasíðu skólans með upplýsingum um þau gögn sem eiga að vera í pennaveskinu í vetur.  Líkt og undanfarin ár sér skólinn um magninnkaup á öðrum gögnum sem foreldrar greiða innkaupsverð fyrir í haust.

Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst. Tómstundaheimilið Sælukot opnar 23. ágúst.
Nýjum nemendum sem hefja nám við skólann haustið 2011 verður boðið á kynningarfund ásamt foreldrum sínum 17. ágúst og hefur tölvupóstur með nánari upplýsingum þegar verið sendur.
Við hvetjum ykkur til að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna.
Hlökkum til samstarfsins í vetur.

Til baka
English
Hafðu samband