Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinavika í Sjálandsskóla

07.11.2011
Vinavika í Sjálandsskóla

Þessa vikuna er vinavika í Sjálandsskóla. Af því tilefni verður margt um að vera í skólanum og hófst dagurinn á því að fulltrúar frá Umboðsmanni barna komu og fræddu nemendur og fóru í leiki með elstu bekkjunum.

Margir hafa sent inn myndir í ljósmyndakeppninni þar sem þemað var ,,vinir" og verða myndirnar hengdar upp í vikunni. Úrslit í ljóða- og sögukeppninni verða kynnt í morgunsöng á föstudaginn, en þá verður gleðidagur þar sem allir mæta prúðbúnir með veitingar á hlaðborð.

Á þriðjudag er dagur gegn einelti þar sem þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti verður undirritaður. Á miðvikudag verður fyrirlestur frá Jerico-samtökunum um einelti fyrir alla nemendur skólans og fyrir foreldra á fimmtudaginn kl.20.

Allir nemendur og starfsfólk munu taka þátt í vinavikunni og fjölbreyttum verkefnum tengdum vináttu og gegn einelti. Eitt af því sem við leggjum áherslu á er að bjóða góðan dag og að vera góð hvert við annað. Öllum á að líða vel í skólanum okkar.

Til baka
English
Hafðu samband