Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þjóðlegt á degi íslenskrar tungu

17.11.2011
Þjóðlegt á degi íslenskrar tungu

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu í gær var bryddað uppá ýmsu þjóðlegu í Sjálandsskóla. Starfsfólk mætti með íslenskar skotthúfur og sumir mættu í þjóðbúning. Íslenskir höfundar lásu upp úr verkum sínum, Gunnar Helgason las úr bók sinni Víti í Vestmannaeyjum.  Í unglingadeild var hefðbundið starf brotið upp, þar sem nemendur spiluðu borðspil sem reyndu á kunnáttu í íslensku. Þeir spiluðu, Fimbulfamb, Krossorðaspilið, Alias og Scrabble. Einnig fengu nemendur í 7. – 10.bekk heimsókn frá tveimur rithöfundum, þeim Arndísi Þórarinsdóttur og Jónínu Leósdóttur. Þær lásu úr bókunum sínum, Játning mjólkurfernuskálds og Upp á líf og dauða.

Myndir á myndasíðunni

Til baka
English
Hafðu samband