Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

3.-4. bekkur heimsækir Reykjanesbæ

22.11.2011
3.-4. bekkur heimsækir Reykjanesbæ

Í gær gerðu nemendur í 3. - 4.bekk sér glaðan dag í útikennslu og fóru með kennurum sínum í rútu til Reykjanesbæjar. Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja Víkingaheima en nemendur hafa verið að lesa bókina Litlu landnemarnir í haust. Í leiðinni heimsóttu krakkarnir Skessuhelli og heilsuðu upp á skessuna sem býr þar. Nemendurnir voru stilltir og prúðir og skólanum sínum til sóma og var ferðin vel heppnuð og skemmtileg í alla staði.

Skoðið myndirnar frá ferðinni.

Til baka
English
Hafðu samband