Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

1.-2.bekkur í safnaferð

25.11.2011
1.-2.bekkur í safnaferð

Í síðustu viku fóru krakkarnir í 1. Og 2.bekk í heimsókn á Hönnunarsafn Íslands og á Bókasafn Garðabæjar. Pamela De Sensi og Hjörtur Hjartarson tóku á móti krökkunum á Hönnunarsafninu og kenndu þeim að búa til margskonar hljóðfæri. Hljóðfærin verða geymd í skólanum og verða notuð á listadögum Garðabæjar sem verða síðar. Á bókasafninu tók Rósa bókasafnsfræðingur á móti krökkunum og fræddi þau um starfsemi bókasafnsins. Eftir fræðsluna áttu krakkarnir notalega stund á safninu þar sem þau skoðuðu bækur, tefldu eða lituðu myndir.

Myndir á myndasíðu 1.-2.bekkjar

Til baka
English
Hafðu samband