Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

9. bekkur heimsótti Lækjarskóla

30.11.2011
9. bekkur heimsótti Lækjarskóla

Í tilefni af Nýbúaþemanu í 9. bekk fórum við í heimsókn í Lækjarskóla (móttökudeild) og hittum þar nemendur og kennara og fengum að skoða aðstæður. Nemendur voru búnir að undirbúa kynningu fyrir okkur á íslensku um starf móttökudeildarinnar sem var mjög upplýsandi. Að auki tóku nemendur í 9. bekk viðtöl bæði við nokkra krakka úr móttökudeildinni og starfsfólk. Við munum svo vinna kynningar upp úr viðtölunum og flytja þær fyrir bekkjarfélaganna. Móttökudeildin í Lækjarskóla hefur starfað síðan haustið 2002 og er fyrir nemendur frá 5.- 10. bekk í Hafnarfirði sem eru nýkomin til landsins og kunna enga íslensku.

Til baka
English
Hafðu samband