Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leiklist í unglingadeild

05.12.2011
Leiklist í unglingadeild

Krakkar í áttunda, níunda og tíunda bekk hafa verið að hittast með leikstjóra einu sinni í viku í tvo mánuði. Þar hefur gengið á ýmsu svosem karaktersköpun, spunavinnu sem og alls kyns leikjum. Krakkarnir hafa staðið sig ofsalega vel og hópurinn stendur þétt saman. Núna eru allir komnir með hlutverk í hendurnar fyrir söngleik sem verður frumsýndur um miðjan febrúar. Að þessu sinni verður settur upp söngleikurinn "Hárið".

Nú tekur það við hjá krökkunum að þau þurfa að læra allar línurnar sínar í handritinu og vinna á sviði hefst svo í byrjun janúar. Þetta er ofsalega skemmtilegt verkefni og mikil spenna um hvernig útkoman verði.

Til baka
English
Hafðu samband