Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsöngur í desember

12.12.2011
Morgunsöngur í desember

Síðustu morgna hefur verið mikið um að vera í morgunsöng. Á föstudaginn var foreldrakaffi þar sem margir foreldrar komu og áttu notalega morgunstund. Þá spiluðu 4 stúlkur úr 3.-4.bekk á hljóðfæri, þær Arna, Helena Ýr, Hrafnhildur Ming  og Rakel. Í dag spilaði Bjarki Kristgeir í 3.-4.bekk jólalag á kornett. Í síðustu viku var 3.-4.bekkur með leikritið um Línu langsokk og á föstudaginn verður 1.-2.bekkur með leiksýningu og þá er einnig foreldrakaffi. Mugison mun síðan kíkja í heimsókn til okkar næstu daga og spila nokkur lög. Eins og sjá má er alltaf nóg um að vera í morgunsöng en auk þess að hlusta á skemmti- og tónlistaratriði þá syngja krakkarnir jólalög í desember við undirspil Óla tónmenntakennara. 

Myndir frá morgunsöng 9. og 12. desember má sjá á myndasíðunni

Til baka
English
Hafðu samband