Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólaleikrit, kirkjuferð og jólamatur

16.12.2011
Jólaleikrit, kirkjuferð og jólamatur

Í dag var jólalegt hjá okkur í Sjálandsskóla. Í morgunsöng var 1.-2.bekkur með skemmtiatriði um jólasveinana. Síðan löbbuðu allir upp í Vídalínskirkju þar sem sungin voru nokkur lög, hlustað á jólaguðspjallið, jólasögu o.fl. og voru krakkarnir alveg til fyrirmyndar í kirkjuferðinni. Í hádeginu var jólamatur, hangikjöt og tilheyrandi meðlæti og ís í eftirrétt.

Myndir frá jólaleikritinu

Myndir frá kirkjuferð og jólamat

 

Til baka
English
Hafðu samband