Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gyðjukvöld í Sjálandsskóla

02.05.2012
Gyðjukvöld í Sjálandsskóla

Á morgun fimmtudag verður haldið Gyðjukvöld Garðabæjar í Sjálandsskóla. Það eru kennarar skólans sem eru að safna fyrir námsferð til Kanada í vor sem standa fyrir skemmtikvöldinu. Á gyðjukvöld verður margt um að vera, skemmtiatriði, happdrætti, veitingar, tískusýningar, snyrtikynning, spákona, dansatriði og fleira skemmtilegt. Aðgangseyrir er kr.1.500 og eru veitingar og happdrættismiði innifalið í aðgangseyrinum. Hægt er að kaupa auka happdrættismiða á kr.500 eða fimm miða á kr.2000. Aðeins er dregið úr seldum miðum og er fjöldi vinninga um eitt hundrað.

Við hvetjum allar gyðjur Garðabæjar og nágrennis að mæta og eiga skemmtilega stund saman og um leið að styðja við gott málefni.

Athugið! Enginn posi - bara reiðufé

Til baka
English
Hafðu samband