Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Danskir nemendur í heimsókn

24.09.2012
Danskir nemendur í heimsókn

Þann 10. september s.l. fékk 8. bekkur í Sjálandsskóla heimsókn frá nemendum úr 8.bekk í Stillingskole í Århuus í Danmörku.

Nemendurnir voru sautján og með þeim voru tveir kennarar. Nemendurnir gistu á heimilum nemenda í Sjálandsskóla en kennararnir gistu á gistiheimili.

Flestir nemendur Sjálandsskóla voru með tvo gesti heima hjá sér þar sem að það eru einungis ellefu nemendur (allt stelpur) í 8.bekk Sjálandsskóla.

Það var mikil eftirvænting hjá nemendum Sjálandsskóla að fá þessa gesti frá Danmörku í heimsókn og spennan magnaðist þegar farið var að sækja þau í „Aktu taktu“ í Garðabæ seinnipart mánudagsins.

Byrjað var á því að hver fór heim með sína gesti þar sem þeir komu sér fyrir og síðan var farið í skólann þar sem að allur hópurinn hittist og kynntist nánar.

Dagskrá vikunnar var fjölbreytt og farið var meðal annars í hvalaskoðun, Kringluna, Bláa lónið og grillað í Guðmundarlundi.

Það má segja að gestirnir frá Danmörku hafi verið frekar óheppnir með veðrið en það kom ekki að sök. Íslenska veðrið sýndi sig í sinni sterkustu mynd og setti bara ævintýralegan blæ á ferðina.

Á föstudegingum skellti allur hópurinn sér uppí Kjós þar sem gist var í Ásgarði í tvær nætur. Farið var í fjallgöngu og ýmsa leiki. Að lokum fóru svo dönsku gestirnir heim með flugi á sunnudeginum.

Samkvæmt spurningum sem voru lagðar fyrir dönsku gestina langaði þeim öllum að koma aftur til Íslands og voru sérstaklega hrifnir af grilluðum pulsum. Þau nefndu líka að gaman væri að koma þegar veðrið væri betra og fara aftur í „Bláa lónið“ og sjá „Geysir“. Þeim fannst gaman að gista í heimahúsi en sögðu líka að það væri öðruvísi en þau eru vön.

Eftir vel heppnaða viku voru allir ánægðir, nemendum Sjálandsskóla fannst heimsóknin spennandi en ögrandi og geta nú farið að hlakka til vorsins þegar komið er að því að þau skella sér í heimsókn til Danmörku .

Myndir frá heimsókninni má sjá ámyndasíðunni

Til baka
English
Hafðu samband