Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

10.bekkur í Vestmannaeyjum

25.09.2012
10.bekkur í Vestmannaeyjum

Nemendur í 10. bekk Sjálandsskóla fóru til Vestmannaeyja eftir samræmdu prófin í síðustu viku. Ferðin gekk gríðarlega vel í alla stað. Lagt var af stað snemma fimmtudags þar sem farið var með strætó til Landeyjarhafnar og Herjólfi til Vestmannaeyja. Gist var í félagsmiðstöðinni þar sem vel var tekið á móti okkur og aðstaða til fyrirmyndar. Gengið var um eyjuna í blíðskapar veðri, nemendur skoðuðu leifar af húsum sem grófust undir í eldgosinu, sumir fóru að spranga, borðað á 900 grillhús, hittum „Eyjapæjur og gæja“ og fórum í sund svo eitthvað sé talið til.

Unglingarnir voru okkur og skólanum til fyrirmyndar.

Til baka
English
Hafðu samband