Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

9.bekkur á Úlfljótsvatn

08.10.2012
9.bekkur á Úlfljótsvatn

9. bekkur fór í haustferð í sl. viku á Úlfljótsvatn. Hópurinn skemmti sér konunglega í blíðskaparveðri. Farið var í hina ýmsu leiki, vatnasafarí og klifurturn. Kvöldvakan vakti mikla lukku og í lokin var sögð óhugguleg draugasaga sem skapaði skemmtilega stemningu. Unglingarnir tóku öll virkan þátt í undirbúningi kvöldverðar og frágangi, þau voru skólanum, félagsmiðstöðinni  og sjálfum sér til mikilla sóma í alla staði. 

 Myndasíða 9.bekkjar 

 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband