Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útikennsla 5.-6.bekk

24.10.2012
Útikennsla 5.-6.bekk

Það má með sanni segja að dagurinn í gær hafi verið í alla staði frábær hér hjá okkur í 5.-6.bekk. Dagurinn hófst á leiksýningu leiklistarhópsins en þau settu upp verkið Grámann í Garðshorni. Sýningin gekk ljómandi vel og stóðu krakkarnir sig eins og hetjur. Eftir leiksýninguna tók við útikennsla í hreint út sagt dásamlegu veðri. Hópnum var skipt í tvennt og fengu strákarnir að fara á kajak með Helga skólastjóra og stelpurnar grilluðu pizzu úti. Þegar tækifæri gefst fá stelpurnar að fá að fara á kajak og strákarnir grilla pizzu. Báðir hóparnir skemmtu sér konunglega sem og við kennararnir.

Myndir frá útikennslu og leiksýningu

Til baka
English
Hafðu samband