Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinavika

12.11.2012
Vinavika

Síðasta vika var vinavika hjá okkur í Sjálandsskóla. Þá var margt skemmtilegt um að vera. Á mánudeginum var sýnt myndband frá fótboltastelpum um einelti. Á þriðjudag kom Þorgrímur Þráinsson og fjallaði um vináttu.  Á miðvikudag var hver hópur að vinna ýmis verkefni tengd vináttu, t.d. vinbönd, veggspjald o.fl. Vanda Sigurgeirsdóttir hélt svo fyrirlestur fyrir foreldra á mánudeginu og fyrir starfsfólk á þriðjudeginum um einelti. Á fimmtudag voru foreldraviðtöl og á föstudaginn var sannkallaður gleðidagur hjá okkur. Þá komu allir spariklæddir, Jón Jónsson söng fyrir okkur í morgunsöng og nemendur komu með veitingar á hlaðborð.


Myndir frá vinavikunni má sjá á myndasíðunni 

Til baka
English
Hafðu samband