Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólahald fellur niður eftir hádegi í dag

21.11.2012
Skólahald fellur niður eftir hádegi í dag

Skólahald fellur niður eftir hádegi í dag miðvikudaginn 21. nóvember vegna jarðarfarar Kristínar Steinarsdóttur, kennara og kennsluráðgjafa. Kristín starfaði við Sjálandsskóla frá upphafi en glímdi við veikindi síðustu ár og lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 12. nóvember sl.

Við vottum aðstandendum hennar okkar dýpstu samúð og sendum þeim allan okkar styrk á þessum erfiðu tímum. Kristín kenndi okkar svo margt bæði sem manneskja og fagmaður og við syrgjum andlát hennar.

Útför Kristínar verður frá Hallgrímskirkju í dag kl. 13. Við munum ljúka skólahaldi á hádegi (um kl. 12) svo að starfsmenn skólans eigi þess kost að fylgja henni.

Þau börn sem eru skráð í Sælukot verða áfram í skólanum. Þeir foreldrar annarra barna í yngstu bekkjum skólans sem lenda í vanda vegna lokunar skólans eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu skólans og við finnum lausn í sameiningu.
Til baka
English
Hafðu samband