Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólaskreyting-jólaskemmtun

18.12.2012
Jólaskreyting-jólaskemmtun

Senn líður að jólum og er skólinn okkar orðin vel jólaskreyttur eins og sjá má á myndunum í myndasafninu

Á morgun, miðvikudag, verður leiklistarval unglingadeildar með leikrit í morgunsöng og eftir það verður farið í kirkju og á bókasafn.

Í hádeginu verður hátíðarmatur og skóla lýkur á hefðbundnum tíma kl.14.05

Á fimmtudag er jólaskemmtun og dagsskráin er eftirfarandi: 

Jólaskemmtun hjá 7.- 10. bekk kl. 9.00 – 9:30 
Spil og stofujól hjá 7.-10. bekk kl. 9:30-10:30

Jólaskemmtun hjá 1.-6. bekk 10:00 – 10:40
„Stofujól“ 10.30.-11.10
Dansað í kringum jólatré 11.10. – 11.30

Jólaleyfi byrjar 20.desember og kennsla hefst að nýju 3.janúar 2013.

Til baka
English
Hafðu samband