Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5.-6.bekkur í Stjörnuverinu

23.01.2013
5.-6.bekkur í Stjörnuverinu

Í gær fengu nemendur í 5.-6.bekk að skoða Stjörnuverið, sem er sýndarheimur þar sem áhorfendur sitja inni í kúlulaga hvelfingu og sérstakt sýningartæki varpar mynd af stjörnuhimninum á veggi hennar. Í stjörnuverinu fengu nemendur fræðslu um stjörnur, reikistjörnur, tunglið og önnur fyrirbæri alheimsins undir leiðsögn Snævarrs Guðmundssonar. 

Í einu vetfangi má fljúga hjá tunglinu, elta geimkönnunarför á milli reikistjarna, sjá skýjabelti Júpíters eða hringa Satúrnusar. Jörðina má skoða frá ýmsum sjónarhornum í sólkerfinu eða sjá hvar sólin á heima í vetrarbrautinni. Í raun má ferðast um stóran hluta hins sýnilega alheim og fræðast um ótalmargt fleira sem fyrir augu ber.


Nánari upplýsingar um Stjörnuverið má finna á vefnum www.natturumyndir.com 


Myndir frá heimsókninni 


Til baka
English
Hafðu samband