Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Líf og fjör á öskudegi

13.02.2013
Líf og fjör á öskudegi

Í dag var mikið fjör á öskudeginum í Sjálandsskóla og Alþjóðaskólanum. Nemendur og starfsfólk mætti í alls konar búningum.. Settar voru upp búðir út um allan skóla þar sem krakkarnir sungu og fengu góðgæti fyrir. 

Dagurinn hófst á morgunsöng og síðan fóru hóparnir inn á sitt heimasvæði og æfðu söng. Þá var skemmtun í salnum þar sem dansaðir voru nokkrir dansar og síðan gátu krakkarnir gengið á milli stöðva þar sem ýmislegt var í boði, t.d. að slá köttinn úr tunnunni, hoppukastali, stultur, snú snú og fleira. 

Á myndasíðunni má sjá myndir frá öskudeginum.

Til baka
English
Hafðu samband