Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Óveðrið

06.03.2013
ÓveðriðKæru foreldrar og forráðamenn.
 
Nemendur eru í skólanum í góðu  yfirlæti, hádegismaturinn er kominn í hús og öllum verður haldið innandyra. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sent fræðsluyfirvöldum fréttatilkynningu um virkjun viðbragðsáætlunar vegna óveðurs við lok skóladags. Við þessar aðstæður er mikilvægt að tryggja að börnin yfirgefi ekki skólann nema í fylgd forráðamanna. Forráðamenn eru því  beðnir um að sækja yngri nemendur ( í 1. – 7.bekk) skólann við skólalok.  Þeir sem óska eftir eða hafa tök á geta sótt börnin fyrir skólalok ef og  þegar hentar. Við  biðjum foreldra eldri nemenda að fylgjast með heimferð og tryggja öryggi þeirra.  Þá biðjum við ykkur að fylgjast með veðurspám og fréttatilkynningu á fréttamiðlum.  Sælukot verður opið og við sjáum um öll börn þar, þar til þau verða sótt. Það gildir auðvitað um alla nemendur skólans.
 
Til baka
English
Hafðu samband