Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Regnbogabörn-fyrirlestur í kvöld

06.03.2013
Regnbogabörn-fyrirlestur í kvöld

Foreldrafélag Alþljóðaskólans(PTA of International School of Iceland) hefur fengið Stefán Karl Stefánsson leikara og fulltrúa Regnbogabarna til að halda fyrirlestur  miðvikudaginn 6.mars kl. 19-21, í hátíðarsal skólans að Löngulínu 8 Gbr. Foreldrum barna í Sjálandsskóla eru sérstaklega boðin velkomin hlýða á hvað við getum gert til að fyrirbyggja einelti.

Stefán Karl hefur um árabil starfað fyrir Regnbogabörn og talað um einelti í mörgum löndum.
Endilega fjölmennið miðvikudaginn 6 mars næstkomandi og hlýðið á Stefán regnbogaborn.is

Af heimasíðu Regnbogabarna:

Upphafið að stofnun Regnbogabarna má rekja til Stefáns Karls Stefánssonar leikara sem sjálfur hefur reynslu af einelti sem þolandi, gerandi og áhorfandi. Fyrir nokkrum árum var hann beðinn um að ræða reynslu sína á fundi í grunnskóla í kjölfar þess að bæklingur um einelti var gefinn út. Hann lagði af stað og er enn á ferðinni og hefur nú haldið hundruð fyrirlestra, rætt við foreldra og börn, komið að fjölda eineltismála og talað um einelti í fjölmiðlum.
Hlutverk samtakanna er að beina athyglinni að þeim vanda sem stafar af einelti og berjast gegn því og gera þannig börnum og fullorðnum kleift að lifa án neikvæðs áreitis og ofbeldis. Einnig að varðveita rétt barna til verndar.
Starfsemi Regnbogabarna beinist að því að vinna gegn einelti með ýmis konar forvarnarstarfi. Þetta er gert með kynningum í skólum og á vinnustöðum, útgáfu fræðsluefnis og að standa að sérverkefnum. Einnig skal stuðlað að umfjöllun um einelti og fræðslu um hvernig berjast má gegn því.
Til baka
English
Hafðu samband