Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ruslaskrímsli hjá 3.-4.bekk

22.03.2013
Ruslaskrímsli hjá 3.-4.bekkNemendur í 3. og 4. bekk hafa síðustu tvær vikur verið í endurnýtingarþema í listgreinunum. Verkefnin hafa verið fjölbreytt og snúist um að útbúa hagnýta hluti sem tengjast því að skólinn fær Grænfánann í apríl. Nemendur hafa t.d. búið til fuglahús og upplýsingatöflur, auk þess að sauma endurvinnsluslagorð skólans "Flokkum allt það er svalt“ í veggmynd.

Síðustu tvo tímana notuðu nemendur í samvinnuverkefni þar sem sköpunin réði ríkjum. Tölvur, lyklaborð, videóspólur og annað spennandi efni var skrúfað í sundur og úr því búin til fjölbreytt ruslaskrímsli.

Myndir frá verkefninu á myndasíðunni

Fleiri myndir úr textílmennt má sjá á myndasíðum hvers hóps

Til baka
English
Hafðu samband