Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útikennsla 5.-6.bekk

17.04.2013
Útikennsla 5.-6.bekk

Í gær fengum við erlenda gesti í heimsókn sem fylgdu 5.-6.bekk í útikennslu. Settar voru upp 3 stöðvar. Verkefnin sem við unnum voru í fjörunni en þar leituðum við að smádýrum og skoðuðum þau í víðsjám. Við tókum fuglana okkar út og krakkarnir völdu sér fugl og teiknuðu hann upp en núna erum við í náttúruþema og tengjast þessi verkefni þemanu. Á þriðju stöðinni steiktum við skonsur á stórri pönnu og hituðum kakó á litlum prímusum við mikla lukku. Útikennslan tókst mjög vel enda lék veðrið við okkur og krakkarnir voru dugleg að útskýra það sem þau gerðu fyrir gestunum okkar.

Myndir á myndasíðu 5.-6.bekk 


Til baka
English
Hafðu samband