Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vímuvarnarhlaup og fótboltamót hjá 5.-6.b.

16.05.2013
Vímuvarnarhlaup og fótboltamót hjá 5.-6.b.

I morgun fékk 5.-6.bekkur gesti frá Lionsklúbbnum Eik sem stóðu fyrir Vímuvarnarhlaupinu sem 5. bekkur tók þátt í. Andrea Sif Pétursdótir íþróttakona Garðabæjar spjallaði við þau um sinn feril og mikilvægi þess að stunda æfingar af samviskusemi og stunda hollt líferni. Í lok hlaups stóð A hópur uppi sem sigurvegari. Mikil stemning var en 6. bekkur stóð sig vel í að hvetja. Þau bjuggu til spjöld og og máluðu sig í framan.

Í útikennslu var fótboltamót. Hópnum var skipt upp í 8 lið og má segja að mótið hafi heppnast mjög vel í alla staði og nýjar stjörnur litu dagsins ljós.

Myndir frá Vímuvarnarhlaupi og fótboltamóti 

Til baka
English
Hafðu samband