Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

PALS-lestraraðferð

12.09.2013
PALS-lestraraðferð

Í haust erum við í Sjálandsskóla að byrja á nýrri lestraraðferð sem kallast PALS. Allir kennar skólans fóru á námskeið í ágúst og lærðu aðferðina. Pals verður kennt í öllum árgöngum skólans til að þjálfa lestur og lesskilning, fyrst í 1.-7.bekk og síðan einnig í unglingadeild.

PALS lestraraðferðin byggir á færni nemenda í lestri og lesskilningi með æfingum sem þeir vinna í 35-45 mínútur í senn, þrisvar sinnum í viku. Nemendur vinna saman í pörum og aðstoða hvorn annan við að bæta lesturinn. Pörin nota stigakerfi sem hvatningu og gefa sér stig m.a. fyrir að ljúka verkefninum. Kennarinn fylgist með pörunum og aðstoðar þau eftir þörfum við að bæta lesturinn. 

PALS stendur fyrir Peer-Assisted Learning Strategies, en á íslensku stendur PALS fyrir pör að læra saman.

PALS var þróað í Bandaríkjunum og er markmiðið með aðferðinn að gefa kennurum kost á að þjálfa alla nemendur bekkjar samtímis í lestri eða stærðfræði með jafningjamiðaðri nálgun (félagakennslu).

Myndir frá fyrstu tímum PALS 

Nánari upplýsinar fá finna á:
http://tungumalatorg.is/sisl/pals/

 

Til baka
English
Hafðu samband