Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Spennandi Comeniusarverkefni í 1.-4.bekk

25.09.2013
Spennandi Comeniusarverkefni í 1.-4.bekk

Nemendur í 1.og 2. bekk voru þátttakendur í Comeniusarverkefninu Treasure Island á árunum 2011 – 2013. Þessu verkefni lauk í sumar en samstarfsaðilarnir voru svo ánægðir með útkomu verkefnisins að ákveðið var að sækja um áframhaldandi styrk. Það er skemmst frá því að segja að við fengum styrkinn til að taka þátt í nýju verkefni Once upon an Island. 

Þetta er samstarfsverkefni milli leik- og grunnskóla frá stórum og smáum eyjum í Evrópu. Þau lönd sem við munum eiga samstarf við eru Grænland, Lettland, Pólland, Spánn, Frakkland, England, Krít, Kýpur og Ítalía. Nemendur munu vinna með sögur og sagnir frá sínu heimalandi og senda á milli samstarfslandanna. Þeir munu finna söngva  og ljóð sem til eru hjá öllum samstarfsaðilum. Við komum til með að hafa afa og ömmu söguklúbb. Nemendur munu taka þátt í lestararkeppni og nota margs konar forrit m.a. storytelling, Little birds tales, flashmeeting og fl. til að hafa samskipti við nemendur samstarfslandanna. Við munum fara í vettvangsferðir (bókasöfn,sögusöfn,leikhús o.fl) í tengslum við verkefnið.  Öll samskipti fara fram á ensku.

Nemendur í 1. – 4. bekk í Sjálandsskóla taka þátt í verkefninu ásamt umsjónarkennurum,stuðningsfulltrúa og list og verkgreinakennurum. Við munum hafa sérstakan Comeniusarvegg í skólanum þar sem við munum setja upp upplýsingar um verkefnið og afrakstur hverju sinni. Þar gefst öllum sem vilja tækifæri til að fylgjast með.


 

       

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband